Úrslit úr einleikaraprufuspili

Úrslit úr prufuspili til að koma fram sem einleikari með sinfóníuhljómsveit MÍT liggja nú fyrir og voru það Ingibjörg Ragnheiður Linnet, trompetnemandi og  Júnía Lín Jónsdóttir, fiðlunemandi sem báru sigur úr býtum. Þær munu munu leika Trompetkonsert í As-dúr eftir A. Arutiunian og Fiðlukonsert op. 82 eftir A. Glazunov með hljómsveitinni á haustönn 2017.

Við óskum Ingibjörgu og Júníu innilega til hamingju.