Tónheyrn

Tónheyrn I

Inntökuskilyrði: Lokið tónfræði byrjenda.
Í sönglestri lærir nemandinn að stökkva raddlega viðstöðulaustá milli allra tóna dúr og moll tónstiganna. Hrynlestur æfður sem og óundirbúinn sönglestur, prima vista. Í tónritun er ritun allra tónbila innan og utan áttundar þjálfuð. Ennfremur er þjálfuð ritun einfaldra laglína eftir heyrn.

Kennt í 2 klst. á viku í eitt ár. Lágmark 5 nemendur í hverjum bekk. Hámark 12.

Mánudagar kl. 15:30-17:30 kennari Guðmundur Hafsteinsson, stofa 11

Fimmtudagar kl. 16:30-18:30 kennari Þórður Magnússon, stofa 13

Tónheyrn II

Inntökuskilyrði: Lokið tónheyrn I og fengið 8,00 á lokaprófi.
Í sönglestri er lögð meiri áhersla á atónal lestur og flóknari hryndæmi. Þjálfun í óundirbúnum sönglestri haldið áfram. Í tónritun er ritun all erfiðra tónal laglína þjálfuð sem og einfaldra atónal laglína. Einnig fer hluti námstímans í þjálfun tveggja radda skrifa.

Kennt í 2 klst. á viku í eitt ár. Lágmark 5 nemendur í hverjum bekk. Hámark 12.

Mánudagar kl. 17:30 – 19:30 kennari Þórður Magnússon, stofa 13

Þriðjudagar kl. 15:30 -17:30 kennari Guðmundur Hafsteinsson, stofa 11

Tónheyrn III

Inntökuskilyrði: Lokið tónheyrn II og fengið 8,00 á lokaprófi.
Lögð er undirstaðan að hljómrænni heyrn og nemendur látnir rita niður einfaldan hljómagang eftir heyrn. Sömuleiðis rita þeir tví- og þríradda æfingar. Kenndur er lestur úr sópran, alt og tenór lyklum. Taktsáttur og hrynur er þjálfaður og byrjað er að æfa fjölhryn.

Kennt í 2 klst. á viku í eitt ár. Lágmark 4 nemendur í hverjum bekk. Hámark 12.

Miðvikudagar kl 15:30 – 17:30 kennari Guðmundur Hafsteinsson, stofa 11