Kontrapunktur

Inntökuskilyrði: Lokið hljómfræði I og fengið 8,00 á lokaprófi. Æskilegt er að nemendur stundi þessa námsgrein samhliða hljómfræði II en hafi að öðrum kosti lokið kontrapunkti og hljómfræði II áður en sótt er um hljómfræði III.

Yfirferð: Kennd eru tvíradda skrif í stíl Palestrina. Æfðir eru hinir 5 hættir raddhreyfingar og síðan frjáls tvíradda kontrapunktur. Þá eru tvíradda skrif með eftirlíkingum kennd og nokkrir tvíradda kanónar eftir Lassus greindir.

Kennt í 2 klst. á viku í eitt ár. Lágmark 4 nemendur í bekk. Hámark 10.

Föstudagar kl. 15:30 – 17:30  Stofa 13

Kennari: Gunnsteinn Ólafsson