Hljómfræði

Hljómfræði I

Inntökuskilyrði: Lokið tónfræði byrjenda og fengið 8,00 á lokaprófi eða staðist stöðupróf í tónfræði. Kennd er meðferð þríhljóma dúr- og moll- tónstiganna og hinna margvíslegu tengsla þeirra í grunnstöðu og hljómhvörfum. Við það er bætt meðferð 7undarhljóma jafnt í dúr sem moll og farið í helstu niðurlög og meðferð þeirra kennd.

Kennt í 2 klst. á viku í eitt ár. Lágmark 5 nemendur í hverjum bekk. Hámark 12.

Mánudagar kl. 17:30 – 19:30 kennari Guðmundur Hafsteinsson Stofa 11

Þriðjudagar kl. 17:30-19:30 kennari: Þórður Magnússon Stofa 12

Hljómfræði II

Inntökuskilyrði: Lokið hljómfræði I og fengið 8,00 á lokaprófi.
Kennd er meðferð aukaforhljóma, fullminnkaðra 7undarhljóma, stækkaðra þríhljóma og nokkurra annara krómatískra hljóma. Æfð eru tóntegundaskipti upp og niður um 1 formerki, sem og niður um 3 og 4 formerki. Einnig eru greindar hljómsetningar Joh. Seb. Bachs á sálmalögum og meðferð hljómframandi tóna kynnt samhliða því.

Kennt í 2 klst. á viku í eitt ár. Lágmark 4 nemendur í hverjum bekk. Hámark 10.

Mánudagar kl. 15:30-17:30 kennari: Þórður Magnússon Stofa 13

Þriðjudagar kl. 17:30-19:30 kennari: Guðmundur Hafsteinsson Stofa 11

Hljómfræði III

Inntökuskilyrði: Lokið hljómfræði II og fengið 7,50 á lokaprófi , kontrapunkti I og fengið 8,00 á lokaprófi.
Farið er náið í notkun hljóma af mollundirforhljómssvæðinu og notkun stækkaða þríhljómsins. Kennd er meðferð stækkuðu sexundarhljómanna. Æfð eru tóntegundaskipti upp og niður 2, 5 og 6 formerki. Mikil áhersla er lögð á hljómsetningu sálmalaga. 15 – 20% námstímans er varið í hljómgreiningu verka frá 18. og 19. öld.

Kennt í 2 klst. á viku í eitt ár. Lágmark 4 nemendur í hverjum bekk. Hámark 10.

Miðvikudagar kl. 17:30 – 19:30 kennari Guðmundur Hafsteinsson Stofa 11