Þórdís Heiða Kristjánsdóttir

Thordis_Heida_KristjansdottirÞórdís Heiða útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, tónmenntakennaradeild, vorið 1999 og lauk 8. stigi í blokkflautuleik hjá Camillu Söderberg við sama skóla árið eftir. Eftir það fór hún og lærði Continuing Professional Development, í Guildhall School of Music and Drama í Englandi. Undanfarin ár hefur hún verið að þróa og unnið ýmis workshop/sköpunarverkefni, þar sem unnið er með ákveðnum hóp í nokkur skipti við að búa til tónverk. Hóparnir sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum hafa ýmist verið grunnskólabekkir eða hópar nemenda úr tónlistarskólum. Hún hefur einnig unnið mikið fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, með hópa úr röðum starfsmanna, frístundaheimilum, og leikjanámskeiðum. Haustið 2002 og 2003 tók hún þátt í Tónlist fyrir alla (grunnstigi) og heimsótti þá nær alla grunnskóla Reykjavíkur og Kópavogs með efnisskrána Virkir þátttakendur. Veturinn 2004-2005 hefur hún tekið þátt í því að bjóða upp á tónleika fyrir leikaskólabörn með dagsskrá sem heitir Söngur, dans og ævintýri í leikskólum, Bæði þessi prógrömm, Virkir þátttakendur og Söngur, dans og ævintýri í leikskólum, ganga út frá þeirri hugmynd að tónleikagestir spili mikið hlutverk og taki fullan þátt í dagskránni með flytjendum. Hún hóf kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík haustið 2003.

← Til baka í kennarayfirlit