Svana Víkingsdóttir

Svana Víkingsdóttir hóf  tónlistarnám hjá Gunnari Sigurgeirssyni þar sem hún lærði fyrstu árin. Þaðan fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði píanónám hjá  Hermínu S. Kristjánsson,  Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni.  Hún lauk  kennaraprófi frá skólanum vorið 1976 og einleikaraprófi ári síðar.   1978  hélt Svana til Vestur-Berlínar og stundaði framhaldsnám við Hochschule der Künste þar sem kennarar hennar voru Klaus Schilde og Geörgy Sava. Hún lauk  diplómaprófi frá skólanum vorið 1983.

Að námi loknu starfaði hún í nokkur ár sem píanókennari við Nýja Tónlistarskólann, en undanfarna áratugi hefur hún starfað sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH.

Svana er einn af stofnendum Kvennakórs Reykjavíkur  og var píanóleikari kórsins fyrstu árin. Hún hefur tekið þátt í ýmsum píanónámskeiðum svo sem í Siena á Ítalíu, Aspen í Colorado, Ernen í Sviss og komið fram á tónleikum með öðrum hljóðfæraleikurum  m.a. í Finnlandi, Ítalíu og Færeyjum.

← Til baka í kennarayfirlit