Kjartan Óskarsson

Kjartan lauk blásarakennaraprófi og einleikaraprófi á klarinettu vorið 1976 við Tónlistarskólann í Reykjavík; stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg, Austurríki frá 1976 og lauk þaðan prófi í klarinettuleik vorið 1981.

Fastráðinn klarinettuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1982-2004; kennari við Tónlistarskóla Kópavogs 1974-81 og við Royndarmúsíkskúlan og stjórnandi lúðrasveitarinnar GHM í Þórshöfn í Færeyjum 1981-82; kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1982-84 og Tónlistarskóla Kópavogs 1982-1992;hefur verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1985, deildarstjóri blásarakennaradeildar skólans og stjórnandi blásarasveitar og hljómsveitar skólans; stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans frá 1982-87; félagi í Haydn-félaginu, Chalumeaux tríóinu og kammer-tónlistarhópnum Octo; stofnaði Blásarasveit Reykjavíkur 1999 ásamt Tryggva M. Baldvinssyni; hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, Lúðrasveit Æskunnar, málmblásarasveitarinni Serpent og fleiri slíkum hópum.

Frá hausti 1982 hefur hann tekið þátt í allflestum uppfærslum Íslensku óperunnar og auk þess leikið í hljómsveitum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu; hefur verið þáttagerðarmaður hjá RÚV. Í stjórn Musica Nova 1982-84; í verkefnavalsnefnd SÍ; í samninganefndum FÍH við Þjóðleihúsið og SÍ; í stjórn einleikaradeildar FÍH; formaður ritnefndar FÍH vegna Tónlistarmannatals; í Listráði Íslensku óperunnar frá hausti 2002. Tók við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík 2003.

← Til baka í kennarayfirlit