Gunnsteinn Ólafsson

Gunnsteinn Ólafsson stundaði nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lærði einnig tónsmíðar hjá Jóni Ásgeirssyni. Framhaldsnám stundaði hann við Franz Liszt-tónlistarakademíuna í Búdapest og Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi þaðan sem hann lauk prófi í hljómsveitarstjórn og tónfræði. Gunnsteinn var veturlangt á Ítalíu þar sem hann stúderaði tónlist Monteverdis og frumflutti í kjölfarið á Íslandi helstu verk hans. Gunnsteinn stjórnar Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins auk þess að kenna við Tónlistarskólann í Reykjavík og LHÍ. Á sviði tónsmíða hefur Gunnsteinn einkum samið kórlög og einsöngslög auk ævintýraóperunnar Baldursbrár.

← Til baka í kennarayfirlit