Guðríður St. Sigurðardóttir

Gudridur_SigurdardottirGuðríður Steinunn Sigurðardóttir hóf píanónám í Hamborg 8 ára gömul. Hún útskrifaðist með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Framhaldsnám stundaði hún við The University of Michigan og lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik (Master of Music) árið 1980. Sama ár hlaut hún 1. verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor of Society of Musical Arts. Guðríður sótti einkatíma í píanóleik hjá Günter Ludwig, prófessor við Tónlistarháskólann í Köln, 1984-1985. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum m.a. hjá Einar Steen-Nökleberg, Pierre Sancan, John Browning, Dalton Baldwin og Erik Werba.

Guðríður hefur víða komið fram, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum, bæði hljóðfæraleikurum og söngvurum. Hér á landi hefur hún verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikið m.a. á vegum Tónlistarfélagsins, Kammermúsíkklúbbsins, Kammersveitar Reykjavíkur og Gerðubergs auk þess sem hún hefur haldið fjölda tónleika á landsbyggðinni. Erlendis hefur hún leikið í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Sviss og á Norðurlöndum. Þá hefur hún gert upptökur fyrir útvarp, sjónvarp og geisladiska. Guðríður hefur starfað sem píanóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1983 og er píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík.

← Til baka í kennarayfirlit