Eiríkur Örn Pálsson

Eiríkur stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík til 1982. B.M. próf frá Berklee College of Music 1985. Eitt ár í einkanámi, síðan framhaldsnám við California Institude of the Arts. Lauk M.F.A. prófi þaðan 1988. Tónsmíðanám hjá Atla H. Sveinssyni, John Bavicci og Stephan Mosho. Hefur komið fram á einleikstónleikum og sem einleikari með Kammersveit Reykjavíkur. Hann hefur starfað í leikhúsum og óperu, auk þess að leika með Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands af og til. Í Bandaríkjunum lék Eiríkur með blásarasveit M.I.T. og The 20th Century Players. Kennari við Tónskóla Sigursveins frá 1988 og við Tónlistarskóla F.Í.H. frá 1990.

← Til baka í kennarayfirlit