Alina Dubik

Alina hlaut menntun sína í Tónlistarakademíunni í Gdansk í Pollandi.Á fjórða ári söngnámsins var hún eini nemandi skólans sem ráðinn var til að taka þátt í óperuuppsetningu við óperuna í Kraká. Hún fékk viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í háskólanum og lauk M.A. prófi með hæstu einkunn og fékk í kjölfarið styrk til náms á Ítalíu. Alina Dubik hefur komið fram sem einsöngvari í Þýskalandi, Lúxemburg, Ítalíu, Sviss Bandaríkjunum, m.a. í óperunum “Xerxes” eftir Haendel,”Carmen” eftir Bizet,”Orfeus” eftir Glück og hér á landi í “Töfraflautunni” eftir Mozart og “Otello” eftir Verdi. Hún hefur einnig komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands m.a. í “Kindertotenlieder” eftir Mahler “Elia” eftir Mendelsohn og 9. sinfóníu Beethovens .Hún hefur haldið fjölmarga einsöngstónleika og kammertónleika bæði á Íslandi og erlendis. Alina Dubik starfar sem söngkennari við Nýja Tónlistaskólann og Tónlistaskólann í Reykjavík.

← Til baka í kennarayfirlit