Rússnesk meistarverk á hljómsveitartónleikum 8. mars

Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Norðurljósum, Hörpu mið. 8. mars kl. 19:30. Efnisskráin er stórglæsileg og samanstendur af Khovanshchina forleiknum eftir M. Mussorgsky, Sellókonsert nr. 1 op. 107 eftir D. Shostakovich og völdum þáttum úr Rómeó og Júlíu eftir  S. Prokofiev. Einleikari á selló er Hjörtur Páll Eggertsson en hann vann einleikarakeppni sem haldin var innan skólans. Stjórnandi er Joseph Ognibene.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.