Flautukór

Hóptímar eru haldnir á þriðjudagskvöldum kl. 19.30 í stofu 1.

Allir flautunemendur geta komið með verk eða æfingu til að leika fyrir hina nemendurna og kennarann og eru allir hvattir til þess að nýta þessi tækifæri til þess að æfa sig í að koma fram.
Í sumum hóptímum er eitt atriði í brennidepli, t.d. tónæfingar, líkamsstaða, framkomukvíði, hljómsveitarleikur eða eitt sérstakt tímabil tónlistarsögunnar. Þá er aðalefni þess hóptíma rætt og æft eða einhver leikur tónverk frá því tímabili.
Allir nemendurnir eru virkir þátttakendur í hóptímanum. Oftast er einnig samspil í hóptímanum og Flautukór Tónlistarskólans kemur reglulega fram á tónleikum skólans.

Á haustönn 2015 falla þessir tímar niður en Flautukór T.R. starfar samkvæmt eftirfarandi æfingaplani:

Æfingar og tónleikar flautukórs T.R.:

Lau. 31. okt kl. 12.30 – 14.00

Lau. 7. nóv kl. 12.30 – 14.00

Föst. 13. nóv kl. 15.30 – 17.00

Lau. 21. nóv kl. 12.30 – 13.15 + Tónleikar kl. 14.00

Lau. 12. des kl. 10.30 – 12.00

Föst. 18. des kl. 18.30 + Jólatónleikar í Dómkirkjunni 18. des kl. 20.00