HTR æfingar hefjast 16. jan.

HTR1bHljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík (HTR) mun hefja æfingar 16. jan og leika á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu þann 8. mars. Hægt er að sjá æfingaplanið hér og nóturnar geta nemendur nálgast á skrifstofunni eða á bókasafninu.

 

Jólafrí

Síðsti kennsludagur fyrir jól er. þri. 20. des.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá að loknu jólaleyfi mið. 4. jan.

Tónleikar fram að jólum

JólamyndHér má sjá yfirlit yfir tónleika á næstunni. Allir fara þeir fram í sal skólans í Skipholti 33 nema annað sé tekið fram. Allir velkomnir!

Mán. 21. nóv. kl. 20:00 í Hannesarholti – Tónleikar píanódeildarinnar.

Þri. 22. nóv. kl. 17:30 í Hásölum, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar – Píanótónleikar, nemendur Þórhildar Björnsdóttur

Mán. 28. nóv. kl. 17:00 – Flaututónleikar, nemendur Áshildar Haraldsdóttur, Emilíu Rósar Sigfúsdóttur og Magneu Árnadóttur.

Þri. 29. nóv. kl. 20:00 í Safnahúsinu – Framhaldsprófstónleikar Guðrúnar Brjánsdóttur.

Föst. 2. des. kl. 17:30 – Klarínettutónleikar, nemendur Freyju Gunnlaugsdóttur og Sigurðar I. Snorrasonar

Lau. 3. des. kl. 13:00 – Píanó-, fagott- og saxófóntónleikar, nemendur Guðríðar S. Sigurðardóttur og Hafsteins Guðmundssonar, Kára Þormar og Kristjáns K. Bragasonar.

Sun. 4. des. kl. 14:00 í Dómkirkjunni – Orgeltónleikar, píanónemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík leika á orgel.

Mán. 12. des. kl. 17:00 – Píanótónleikar, nemendur Peters Máté.

Mán. 12. des. kl. 19:30 – Sellótónleikar, nemendur Sigurgeirs Agnarssonar.

Þri. 13. des. kl. 18:00 – Fiðlu- og víóluónleikar, nemendur Auðar Hafsteinsdóttur og Þórunnar Ó. Marinósdóttur.

Mið. 14. des. kl. 17:00 – Fiðlutónleikar, nemendur Guðnýjar Guðmundsdóttur.

Fim. 15. des. kl. 18:00 – Söngtónleikar, nemendur Alinu Dubik, Hlínar Pétursdóttur Behrens, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Þórunnar Guðmundsdóttur

Fim. 15. des. kl. 19:30 – Fiðlutónleikar, nemendur Bryndísar Pálsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur og Unu Sveinbjarnardóttur.

Föst. 16. des. kl. 20:00 í Dómkirkunni – JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavík.

Tónleikar 19. nóv.

safnahusidLaugardaginn 19. nóv. kl. 14:00 verða tónleikar nr. 2 í tónleikaröð Tónlistarskólans í Reykjavík í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Að þessu sinni munu blásara- og söngatriði vera í forgrunni. Efnisskráin er afar fjölbreytt og mun Blásararsveit TR koma fram auk flautukvartetts, blásarakvintetts og brasskvartetts. Auk þess verða flutt ýmis íslensk sönglög.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Úrslit úr HTR prufuspili

hjortur_pall_eggertsson2Úrslit úr prufuspili til að koma fram sem einleikari með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík liggja nú fyrir og var það Hjörtur Páll Eggertsson sem bar sigur úr býtum. Hann mun leika Sellókonsert nr. 1 í Es-dúr op. 107 eftir D. Shostakovich á vorönn 2016.

Við óskum Hirti innilega til hamingju.