Skráning fyrir skólaárið 2017-2018

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2017-2018 og er til og með 21.apríl.

Frá og með hausti 2017 verða þær breytingar á skólastarfinu að framhaldsnám í hljóðfæraleik og söng og miðnám í söng verður kennt í Menntaskóla í tónlist, MÍT. Sótt er um námið hér:  http://menton.is/index.php/umsoknir/

Grunn- og miðnám í hljóðfæraleik og grunnnám í söng verður kennt í nánu samstarfi  við Tónmenntaskóla Reykjavíkur  og mun hluti kennslunnar fara fram í húsnæði Tónmenntaskólans við Lindargötu. Sótt er um námið á Rafrænni Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík valinn sem fyrsta val: https://rafraen.reykjavik.is/pages/notandi/umsoknir/umsoknumtonlistarskola

Með þessum breytingum vonumst við ekki aðeins til að geta boðið upp á öflugra og fjölbreyttara nám á framhaldsstigum tónlistar heldur verður einnig markvisst unnið að uppbyggingu tónlistarnáms á neðri stigum með það fyrir augum að veita yngi nemendum gæðakennslu frá fyrstu tíð undir handleiðslu góðra kennara og starfandi listamanna.

Úrslit úr einleikaraprufuspili

Úrslit úr prufuspili til að koma fram sem einleikari með sinfóníuhljómsveit MÍT liggja nú fyrir og voru það Ingibjörg Ragnheiður Linnet, trompetnemandi og  Júnía Lín Jónsdóttir, fiðlunemandi sem báru sigur úr býtum. Þær munu munu leika Trompetkonsert í As-dúr eftir A. Arutiunian og Fiðlukonsert op. 82 eftir A. Glazunov með hljómsveitinni á haustönn 2017.

Við óskum Ingibjörgu og Júníu innilega til hamingju.

Aldarminning – Björn Ólafsson fiðluleikari

Sunnudaginn 26. mars kl.14.00 verða haldnir strengjasveitartónleikar í Neskirkju. Þar leiða saman hesta sína nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands og úr Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Tónleikarnir verða helgaðir minningu Björns Ólafssonar fiðlukeikara, en öld var liðin frá fæðingu hans þann 26. febrúar sl. Björn var einn af helstu máttarstólpum í íslensku tónlistarlífi fyrir og eftir miðja síðustu öld. Hann var konsertmeistari í Hljómsveit Reykjavíkur og síðan var hann ráðinn fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá stofnun hennar árið 1950 til ársins 1972. Hann kenndi jafnframt fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og veitti strengjadeild skólans forystu frá 1939 til 1975. Björn lést árið 1984 eftir langvarandi erfið veikindi.

Á efnisskrá tónleikanna verða fluttir tveir þættir ú einleikssónötu í g-moll eftir J.S.Bach, umrituð fyrir fiðlukór. Divertimento í D-dúr KV.136 eftir W. A.Mozart, en þetta verk var iðulega á dagskrá hjá Birni Ólafsyni þegar hann stýrði Nemendahljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík. Að lokum verður fluttur hinn viðamikli og glæsilegi Concerto Grosso nr.1 eftir Ernest Bloch. Píanóleikari í því verki er Anela
Bakraqi.

Stjórnandi tónleikanna verður Guðný Guðmundsdóttir fiðlukeikari, einn af fjöldamörgum nemendum Björns og fyrrverandi fyrsti konsertmeistari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Kynning á MÍT í Laugardalshöll

Verið velkomin á kynningu á Menntaskóla í tónlist, MÍT, í Laugardalshöll:

Fim. 16. mars kl. 8:45-15:15

Föst 17. mars kl. 8:45-15:15

Lau. 18. mars kl. 10:00-14:00

Búið að opna fyrir umsóknir vegna 2017-2018

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir vegna skólaársins 2017-2018 og er umsóknarfrestur til og með 21.apríl.

Frá og með hausti 2017 verða þær breytingar á skólastarfinu að framhaldsnám í hljóðfæraleik og söng og miðnám í söng verður kennt í Menntaskóla í tónlist, MÍT. Sótt er um námið hér:  http://menton.is/index.php/umsoknir/

Grunn- og miðnám í hljóðfæraleik og grunnnám í söng verður kennt í nánu samstarfi  við Tónmenntaskóla Reykjavíkur  og mun hluti kennslunnar fara fram í húsnæði Tónmenntaskólans við Lindargötu. Sótt er um námið á Rafrænni Reykjavík og Tónlistarskólinn í Reykjavík valinn sem fyrsta val:
https://rafraen.reykjavik.is/pages/notandi/umsoknir/umsoknumtonlistarskola

Með þessum breytingum vonumst við ekki aðeins til að geta boðið upp á öflugra og fjölbreyttara nám á framhaldsstigum tónlistar heldur verður einnig markvisst unnið að uppbyggingu tónlistarnáms á neðri stigum með það fyrir augum að veita yngi nemendum gæðakennslu frá fyrstu tíð undir handleiðslu góðra kennara og starfandi listamanna.