Mikilvægar dagsetningar

Föst. 19. des. Síðasti kennsludagur fyrir jól

Föst. 19. des. kl. 20:00 í Dómkirkjunni – Jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík. Úrval af því besta úr vetrarstarfinu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Mán. 5. jan. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá.

 

 

Framhaldsprófstónleikar Marínar

Marín_McGinleyFimmtudaginn 18. des. kl. 20:00 í Safnahúsinu verða framhaldsprófstónleikar Marínar I. McGinley, fiðlunemanda við skólann. Marín mun flytja verk eftir Bach, Brahms, Mendelssohn og Handel-Halvorsen en auk hennar koma fram Nína Margrét Grímsdóttir, píanó og Steiney Sigurðardóttir, selló.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis allir velkomnir.

 

 

 

Guðný Guðmundsdóttir – kennari í 40 ár

Sunnudaginn 21. des. kl. 16:00 heldur Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari upp á 40 ára kennsluafmæli sitt í Seltjarnarneskirkju. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Bekkjarmynd_Gudny_Gudmunds.Tónleikarnir eru til þess að fagna þessum tímamótum. Á boðstólum eru verkefni líðandi stundar hjá nemendunum. Verkefnin eru af ýmsu tagi og frá ýmsum tímabilum, allt frá Barrokk til dagsins í dag, en m.a. verður frumflutt verk eftir 15 ára nemanda. Guðný mun taka þátt í flutningi með nemendum sínum í sumum verkanna.

Hápunktur tónleikanna verður síðan flutningur á hinni stórbrotnu Ciaconnu fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Fyrrverandi nemandi Guðnýjar, Bjarni Frímann Bjarnason hefur útsett verkið fyrir fiðluhóp ásamt víólum í tilefni dagsins.

Stór hópur fyrrverandi nemenda mun taka þátt í flutningnum, margir af þekktustu og virtustu fiðluleikurum Íslands.

Guðný Guðmundsdóttir hóf kennslustörf haustið  1974, sama ár og hún tók við starfi  1.konsertmeistara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur kennt nær óslitið við Tónlistarskólann í Reykjavík fram til þessa og verið yfirmaður fiðludeildar við Listaháskóla Íslands frá stofnun tónlistardeildarinnar í byrjun aldarinnar.

Hún kenndi einnig um tíma lengra komnum nemendum við Allegro Suzuki skólann í Reykjavík. Guðný hefur kennt víða erlendis á námskeiðum og alþjóðlegum sumarhátíðum. Á árinu sem er að líða var hún m.a. gestur Manhattan School of Music, Hartt College of Music og Chicago Institude auk þess að kenna á hinni virtu alþjóðlegu tónlistarhátíð, Astona í Sviss, sl. sumar.

Sjá eldri fréttir »