Úrslit úr HTR prufuspili

Herdís_Mjöll_croppedLilja_Margrét_RiedelÚrslit úr prufuspili til að koma fram sem einleikari með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík liggja nú fyrir og voru það Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðlunemandi
og Lilja Margrét Riedel, söngnemandi
 sem báru sigur úr býtum og fá að leika með hljómsveitinni á haustönn 2015. Við óskum þeim innilega til hamingju.

 

Páskafrí

Páskafrí í Tónlistarskólanum í Reykjavík hefst mán. 30. mars.

Kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá þri. 7. apríl.

Tónleikar og aðrir viðburðir fram að páskum

15. – 18. mars Sæmundur fróði – samvinnuverkefni Tónlistarskólans í Reykjavík og leikfélagsins Hugleiks.

Frumflutningur á nýrri óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Iðnó. Sjá nánar hér neðar á síðunni.

…………………………………………………………………………………..

18. mars kl. 18:00 Burtfararprófstónleikar í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, Kristín Þóra Pétursdóttir, klarínetta. Á efnisskránni verða verk eftir Jón Nordal, J. Brahms, A. Berg og L. van Beethoven. Auk Kristínar Þóru koma fram Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Erna Vala Arnardóttir, píanó og Steiney Sigurðardóttir, selló.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

…………………………………………………………………………………..

Vilborg_MagnúsdóttirLau. 21. mars kl. 16:00 Framhaldsprófstónleikar í Kirkju Óháða safnaðarins, Vilborg Magnúsdóttir, fiðla. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Brahms, Mendelssohn, Paganini og Gísla Magnússon. Með Vilborgu leikur Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

…………………………………………………………………………………..

22. mars kl. 20:00 Burtfararprófstónleikar í Listarsafni Sigurjóns Ólafssonar, Kristín Jóna Bragadóttir, klarínetta. Á efnisskránni verða verk eftir D. Milhaud, Áskel Másson, C. Saint-Saëns og C. M. von Weber. Með Kristínu Jónu leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

…………………………………………………………………………………

27. mars Einleikaraprufuspil um að fá að leika einleik með HTR á haustönn 2015

28. mars Páskafrí hefst

7. apríl Kennsla hefst aftur að loknu páskafríi

Sjá eldri fréttir »