Skráning í bóklegar greinar

Tonheyrn

 

 

 

 

Skráning í bóklegar greinar mun fara fram dagana 19. – 21. ágúst en nú þegar er hægt að finna upplýsingar um þá tíma sem verða í boði undir Námið/Tónfræðigreinar. Gert er ráð fyrir að allir nemendur taki a.m.k. eina bóklega grein og er hægt að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar við val á greinum á skrifstofu skólans.

Upphaf skólaársins

Nú fer að styttast í að skólinn hefjist aftur og upphaf skólaársins verður sem hér segir:

Mið. 19. ágúst

Kl. 13:00 Píanókennarafundur. Píanónemendur mæta kl. 14:00 með stundatöflur sínar til að hitta píanókennarana.

Kl. 15:00 Söngkennarafundur. Söngnemendur mæta kl. 16:00 með stundatöflur sínar til að hitta blásarakennarana.

 

Fim. 20. ágúst

Kl. 13:00 Blásarakennarafundur. Blásaranemendur mæta kl. 14:00 með stundatöflur sínar til að hitta söngkennarana.

Kl. 15:00 Strengjakennarafundur. Strengjanemendur mæta kl. 16:00 með stundatöflur sínar til að hitta strengjakennarana.

 

Föst. 21. ágúst

Kl. 16:00 Stöðupróf í tónfræði

 

Mán. 24. ágúst Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

Laus pláss næsta vetur

Enn eru laus pláss á öll hljóðfæri og í söng fyrir næsta skólaár og þess vegna hefur umsóknarfrestur verið framlengdur. Skrifstofan lokar frá og með 28. maí en áhugasömum er bent á að sækja um í gegnum Rafræna Reykjavík:

https://rafraen.reykjavik.is/pages/notandi/umsoknir/umsoknumtonlistarskola

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í netfangið tono@tono.is og munum við svara því við fyrsta tækifæri.

Sjá eldri fréttir »