HTR æfingar hefjast 11. okt.

HTRÆfingar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík (HTR) hefjast lau. 11. okt. Joe Ognibene mun stjórna hljómsveitinni og Pétur Björnsson, fiðlunemandi kemur fram sem einleikari, en hann bar sigur úr býtum í einleikaraprufuspili sem haldið var í skólanum síðastliðið vor.
Efnisskráin samanstendur af Fiðlukonsert í a-moll eftir A. Dvorak og Moldá eftir B. Smetana.
Tónleikarnir verða lau. 15. nóv. kl. 16:00 í Neskirkju, aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Æfingaplan hljómsveitarinnar má nálgast hér: http://tono.is/hljomsveitir/htr/

Sumarfrí og upphaf skólastarfsins í haust

Skrifstofan fer í sumarfrí frá og með mán. 16. júní og opnar að loknu sumarleyfi mán. 11. ágúst.

Upphaf skólastarfsins verður síðan sem hér segir:

Mán. 18. ágúst

Kl. 13:00 Strengjakennarafundur. Strengjanemendur mæta kl. 14:00 með stundatöflur sínar til að hitta strengjakennarana.

Kl. 14:00 Blásarakennarafundur. Blásaranemendur mæta kl. 15:00 með stundatöflur sínar til að hitta blásarakennarana.


Mið. 20. ágúst

Kl. 11:00 Tónfræðakennarafundur

Kl. 12:00 Stöðupróf í tónfræði

Kl. 13:00 Söngkennarafundur. Söngnemendur mæta kl. 14:00 með stundatöflur sínar til að hitta söngkennarana.

Kl. 14:00 Píanókennarafundur. Píanónemendur mæta kl. 15:00 með stundatöflur sínar til að hitta píanókennarana.


Mán. 25. ágúst Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

Burtfararprófstónleikar 2014

Kristín_JóhannaKristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir, píanó

Lau. 3. maí kl. 14:00 í Hannesarholti

Á efnisskránni verða verk eftir Bach/Busoni, Beethoven, Chopin, Glinka og Prokofiev. Auk Kristínar koma fram Auður Edda Erlendsdóttir, klarinett og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló. Allir velkomnir!

 

Audur_EddaAuður Edda Erlendsdóttir, klarinett

Mið. 7. maí kl. 20:00 í Hannesarholti

Á efnisskránni verða verk eftir Penderecki, Sachen-Meiningen, Kovács, Brahms, Weiner, Svoboda, Glinka og Ása í Bæ. Auk Auðar Eddu koma fram Hrönn Þráinsdóttir, píanó, Pétur Björnsson, fiðla, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla, Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla, Unnur Jónsdóttir, selló, Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir, píanó, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló og Ólafur Torfi Ásgeirsson, söngur. Allir velkomnir!

 

MarteinnMarteinn Knaran Ómarsson, píanó

Sun. 11. maí kl. 14:00 í Hannesarholti

Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Beethoven, Rautavaara, Alkan og Mahler. Auk Marteins koma fram Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla, Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla og Unnur Jónsdóttir, selló.

 

Sjá eldri fréttir »