Framhaldsprófstónleikar Benjamíns Gísla Einarssonar

Benjamín Gísli Einarsson_lowresFramhaldsprófstónleikar Benjamíns Gísla Einarssonar, píanónemanda verða í Hannesarholti, laugardaginn 23. apríl kl. 13:00. Á efnisskránni verða verk eftir J. S. Bach, L. van Beethoven, Ph. Glass, Jón Nordal, C. Debussy og S. Rachmaninoff. Auk Benjamíns kemur fram á tónleikunum Júnína Lín Jónsdóttir á fiðlu.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Framhaldsprófstónleikar Höllu Heimisdóttur

Halla_Heimisdóttir_lowresFramhaldsprófstónleikar Höllu Heimisdóttur, klarínettunemanda verða í Safnahúsinu, miðvikudaginn 20. apríl kl. 20:00. Á efnisskránni er Fantasiestucke op. 73 eftir R. Schumann, Klezmer-samspil, Sargam fyrir einleiksklarínettu eftir J. Mayer, tveir kaflar úr Átta verkum fyrir klarínettu, víólu og píanó eftir M. Bruch og Ballaða op. 8 eftir L. Weiner. Auk Höllu koma fram Hrönn Þráinsdóttir, píanó, Fídel Atli Q. Gasparsson, víóla, Þórir Hermann Óskarsson, píanó og samspilshópur nemenda úr Tónlistarskóla FÍH.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Kammertónleikar í Safnahúsinu 16. apríl

Laugardaginn 16. apríl kl. 14:00 verða kammertónleikar í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15. Efnisskráin er afar fjölbreytt og glæsileg og munu fjölmargir nemendur koma fram í hinum ýmsu samspilshópum.

Vonumst til að sjá sem flesta á þessum tónleikum, aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir.

Sjá eldri fréttir »