Skólabyrjun

Skrifstofa Tónlistarskólans í Reykjavík opnar að loknu sumarleyfi fim. 4. ágúst.

Inntökupróf fyrir nýnema verða haldin fim. 25. ágúst og er áhugasömum bent á að sækja um hér:
http://tr-tfih.is/index.php/umsoknir/

Fyrsti kennsludagur er 1. september. Við munum setja inn nánari upplýsingar um skráningu í bóklegar greinar o.fl. þegar nær dregur.

Mikilvægar dagsetningar í maí 2016

Mán. 9. maí kl. 20:00 – Vortónleikar strengjadeildar í Safnahúsinu við Hverfisgötu


Föst. 13. maí kl. 20:00 – Vortónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs

Á tónleikunum verður boðið upp á fjölbreytt úrval úr vetrarstarfinu og munu Málmblásarasveit TR og Flautukór TR koma fram auk fjölda einleiks- og kammeratriða. Tónleikarnir verða um klukkustund að lengd.


Hildur_Þóra_ÓlafsdóttirLau. 14. maí kl. 16:00 – Framhaldsprófstónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Hildur Þóra Ólafsdóttir, klarínetta

Ingunn Hildur Hauksdóttir, meðleikur

Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Lutoslawski og Poulenc.


Haukur_Gröndal_smallÞri. 17. maí kl. 20:00 – Framhaldsprófstónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Haukur Freyr Gröndal, klarínetta og bassethorn

Aðrir flytjendur: Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó og Sigurður I. Snorraon, klarínetta

Á efnisskránni verða verk eftir Jón Nordal, Poulenc, Mozart, Mendelssohn og búlgarskt þjóðlag.


Einar_Þór_Guðmundsson_minniMið. 18. maí kl. 20:00 – Framhaldsprófstónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Einar Þór Guðmundsson, söngur

Auk Einars kemur fram Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó.

Á efnisskráinni verða verk eftir Bach, Mendelssohn, Brahms, Quilter, Mozart, Börresen, Stenhammar, Rangström, Sigvalda Kaldalóns, Hjálmar H. Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.


Föst. 20. maí – Síðasti kennsludagur


Föst. 27. maí kl. 16:00 – Skólaslit í Háteigskirkju

Framhaldsprófstónleikar Benjamíns Gísla Einarssonar

Benjamín Gísli Einarsson_lowresFramhaldsprófstónleikar Benjamíns Gísla Einarssonar, píanónemanda verða í Hannesarholti, laugardaginn 23. apríl kl. 13:00. Á efnisskránni verða verk eftir J. S. Bach, L. van Beethoven, Ph. Glass, Jón Nordal, C. Debussy og S. Rachmaninoff. Auk Benjamíns kemur fram á tónleikunum Júnína Lín Jónsdóttir á fiðlu.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Sjá eldri fréttir »