Hátíðartónleikar í Norðurljósum 3. mars

Lilja og Ásta_lowresUm þessar mundir fagnar Tónlistarskólinn í Reykjavík 85 ára afmæli sínu, en hann er elsti starfandi tónlistarskóli á landinu, stofnaður haustið 1930. Í tilefni af því heldur Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík hátíðartónleika í Norðurljósum í Hörpu þriðjudagskvöldið 3. mars kl. 20.00. Á efnisskránni er Sinfónía nr. 5 eftir L. van Beethoven, Píanókonsert nr. 2 op 102 eftir D. Shostakovich og Rómansa op 85 eftir M. Bruch. Einleikarar eru Lilja Cardew á píanó og Ásta Kristín Pjeturdóttir á víólu, en þær báru sigur úr býtum í haust þegar keppt var um að koma fram sem einleikari með hljómsveitinni. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA keppni og Ásta var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðastliðið vor. Þess má til gamans geta að nemendahljómsveit tók til starfa við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1942 og má því segja að þetta sé elsta starfandi hljómsveit á landinu. Stjórnandi á tónleikunum er Joseph Ognibene.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Framhaldsprófstónleikar Guðrúnar Brjánsdóttur

Guðrún Brjánsdóttir_lowresLaugardaginn 28. febrúar kl. 15:00 verða framhaldsprófstónleikar Guðrúnar Brjánsdóttur í Hannesarholti. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Faure, Chopin, Snorra Sigfús Birgisson, Mendelssohn og Bizet.

Auk Guðrúnar koma fram á tónleikunum Björg Brjánsdóttir, flauta og Auður Garðarsdóttir, píanó.

Allir velkomnir!

 

 

Tónleikar í Háteigskirkju lau. 21. feb.

hateigskirkjaLaugardaginn 21. febrúar kl. 14:00 verða tónleikar á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Háteigskirkju. Þar verður boðið upp á fjölbreytt kammer- og einleiksatriði og verður efnisskráin með íslensku ívafi. Flutt verða verk eftir Pál Ísólfsson, Jóhann G. Jóhannsson, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Bach, Pfeiffer, Schumann, Stravinsky, Nino Rota og Dohnanyi.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Sjá eldri fréttir »