Ýmsir tónleikar og viðburðir vor 2014

Burtfararprófstónleikar:

Lau. 3. maí kl. 14:00 í Hannesarholti
Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir, píanó

Mið. 7. maí kl. 20:00 í Hannesarholti
Auður Edda Erlendsdóttir, klarinett

Sun. 11. maí kl. 14:00 í Hannesarholti
Marteinn Knaran Ómarsson, píanó

 

Framhaldsprófstónleikar

Lau. 1. mars kl. 17:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Edda Lárusdóttir, flauta

Þri. 25. mars kl. 20:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Hafsteinn Guðmundsson, fiðla

Sun. 30. mars kl. 16:00 í Kirkju Óháða safnaðarins
Elísa Elíasdóttir, píanó

Lau. 12. apríl kl. 14:00 í Hásölum, Tónlistarskólanum í Hafnarfirði
Birta Marlen Lamm, píanó

Föst. 25. apríl kl. 18:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta

Lau. 26. apríl kl. 14:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Einar Helgi Jóhannsson, söngur

Sun. 27. apríl kl. 15:00 í Hannesarholti
Ásta Lára Magnúsdóttir, píanó

Sun. 27. apríl kl. 18:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Sölvi Kolbeinsson, saxófónn

Mán. 5. maí kl. 20:00 í Seltjarnarneskirkju
Erna Ómarsdóttir, horn

Lau. 10. maí kl. 16:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Bryndís Þórsdóttir, fagott

Lau. 17. maí kl 17:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Bryndís Bergþórsdóttir, flauta

Lau. 17. maí kl. 17:00 í Kirkju Óháða safnaðarins
Einar Þór Guðmundsson, píanó

Þri. 20. maí kl. 20:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Rannveig Marta Sarc, fiðla

Aðrir viðburðir

Sun. 23. mars
Lokatónleikar Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna í Hörpu

Fim. 27., föst. 28. og lau. 29. mars kl. 20:00 í Iðnó
Mærþöll, ævintýraópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur í uppsetningu nemenda skólans

Sun. 6. apríl kl. 14:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Kammertónleikar í Þjóðmenningarhúsinu

Mið. 9. apríl kl. 20:00 í Hannesarholti
Píanótónleikar

Föst. 11. apríl kl. 18:00 í Neskirkju
Blásaratónleikar

Föst. 16. maí kl. 18:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Strengjatónleikar

Sun. 18. maí kl. 18:00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs
Vortónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík

Mán. 19. maí kl. 20:00 í Þjóðmenningarhúsinu
Kammertónleikar strengjadeildar

Föst. 23. maí kl. 16:00 í Háteigskirkju
Skólaslit

Tónlistarskólinn í Reykjavík hlaut Nótuna 2014

Kvartett2Lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, fór fram sunnudaginn 23. mars í Eldborg þar sem flutt var úrval af því besta úr starfi tónlistarskólanna á landinu. Tvö atriði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík voru flutt á hátíðinni; Pétur Björnsson lék 2. kafla úr fiðlukonsert eftir Dvorak og “Rjómakvartettinn” lék “Get Down!” eftir Árna Egilsson. Kvartettinn var síðan valinn besta atriði hátíðarinnar og hlaut farandgrip Nótunnar 2014.

“Rjómakvartettinn” skipa: Stefanía Gunnarsdóttir, fiðla, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla, Ásta Kristín Pjetursdótir, víóla og Hjörtur Páll Eggertsson, selló.

Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur!

Framhaldsprófstónleikar Elísu

Elísa_ElíasdóttirFramhaldsprófstónleikar Elísu Elíasdóttur píanónemanda verða sunnudaginn 30. mars kl. 16:00 í Kirkju Óháða safnaðarins.

Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Moszkowski, Jórunni Viðar, Sigfús Einarsson, Chopin, Grieg og Brahms.

Auk Elísu koma fram Lilja Margrét Riedel, sópran og Ester Ólafsdóttir, píanó.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

 

Sjá eldri fréttir »