Ungir einleikarar

SteineyVið vekjum athygli á tónleikunum “Ungir einleikarar” sem verða fim. 15. jan. kl. 19:30 í Eldborgarsal Hörpu. Á meðal þeirra ungu einleikara sem koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands er Steiney Sigurðardóttir, sellónemandi við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Ath. nemendur geta fengið 50% afslátt af miðaverði séu miðarnir keyptir samdægurs.

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu.

Hver einleikari flytur hálftímalanga dagskrá með verkum af ólíkum toga en dómnefnd keppninnar skipar tónlistarfólk í fremstu röð. Vinningshafar keppninnar vekja verðskuldaða athygli og mikil eftirvænting ríkir fyrir þeim krafti sem býr í unga tónlistarfólkinu okkar.

Stjórnandi tónleikanna er norski hljómsveitarstjórinn Torodd Wigum, staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Þrándheimi og fyrrum aðstoðarhljómsveitarstjóri Fílharmóníusveitarinnar í Bergen.

Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Á sama tíma fá áheyrendur tækifæri til að fylgjast með þroska og framförum þessa unga listafólks.

Einleikarakeppni SÍ og LHÍ fór fram á haustmánuðum 2014.

STJÓRNANDI: Torodd Wigum

EINLEIKARAR:
Baldvin Oddsson
Erna Vala Arnardóttir
Lilja María Ásmundsdóttir
Steiney Sigurðardóttir

Mikilvægar dagsetningar

Föst. 19. des. Síðasti kennsludagur fyrir jól

Föst. 19. des. kl. 20:00 í Dómkirkjunni – Jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík. Úrval af því besta úr vetrarstarfinu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Mán. 5. jan. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá.

 

 

Framhaldsprófstónleikar Marínar

Marín_McGinleyFimmtudaginn 18. des. kl. 20:00 í Safnahúsinu verða framhaldsprófstónleikar Marínar I. McGinley, fiðlunemanda við skólann. Marín mun flytja verk eftir Bach, Brahms, Mendelssohn og Handel-Halvorsen en auk hennar koma fram Nína Margrét Grímsdóttir, píanó og Steiney Sigurðardóttir, selló.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis allir velkomnir.

 

 

 

Sjá eldri fréttir »