Orgeltónleikar í Háteigskirkju

hateigskirkjaMánudaginn 27. okt. kl. 19:30 verða orgeltónleikar í Háteigskirkju og er yfirskrift tónleikanna „Bach og vinir hans“. Þar munu fjórtán píanónemendur Svönu Víkingsdóttur spreyta sig á orgelleik og flytja verk eftir J. S. Bach.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

 

 

 

HTR æfingar hefjast 11. okt.

HTRÆfingar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík (HTR) hefjast lau. 11. okt. Joe Ognibene mun stjórna hljómsveitinni og Pétur Björnsson, fiðlunemandi kemur fram sem einleikari, en hann bar sigur úr býtum í einleikaraprufuspili sem haldið var í skólanum síðastliðið vor.
Efnisskráin samanstendur af Fiðlukonsert í a-moll eftir A. Dvorak og Moldá eftir B. Smetana.
Tónleikarnir verða lau. 15. nóv. kl. 16:00 í Neskirkju, aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Æfingaplan hljómsveitarinnar má nálgast hér: http://tono.is/hljomsveitir/htr/

Sumarfrí og upphaf skólastarfsins í haust

Skrifstofan fer í sumarfrí frá og með mán. 16. júní og opnar að loknu sumarleyfi mán. 11. ágúst.

Upphaf skólastarfsins verður síðan sem hér segir:

Mán. 18. ágúst

Kl. 13:00 Strengjakennarafundur. Strengjanemendur mæta kl. 14:00 með stundatöflur sínar til að hitta strengjakennarana.

Kl. 14:00 Blásarakennarafundur. Blásaranemendur mæta kl. 15:00 með stundatöflur sínar til að hitta blásarakennarana.


Mið. 20. ágúst

Kl. 11:00 Tónfræðakennarafundur

Kl. 12:00 Stöðupróf í tónfræði

Kl. 13:00 Söngkennarafundur. Söngnemendur mæta kl. 14:00 með stundatöflur sínar til að hitta söngkennarana.

Kl. 14:00 Píanókennarafundur. Píanónemendur mæta kl. 15:00 með stundatöflur sínar til að hitta píanókennarana.


Mán. 25. ágúst Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

Sjá eldri fréttir »