Breytingar á skólastarfinu frá hausti 2017

Frá og með hausti 2017 verða eftirfarandi breytingar á starfsháttum Tónlistarskólans í Reykjavík:

Kennsla nemenda sem skráðir eru í Tónlistarskólann í Reykjavík og stunda grunn- eða miðnám í hljóðfæraleik eða grunnnám í söng fer nú fram í samvinnu við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og mun Tónmenntaskólinn sjá um skráningu nemenda, innuheimtu skólagjalda o.fl. Auk þess mun stór hluti kennslunnar fara fram í húsnæði Tónmenntaskólans við Lindargötu.

Upplýsingar sem varða nám þessara nemenda má nálgast á vefsíðu Tónmenntaskólans, www.tonmenntaskoli.is og á skrifstofunni á Lindargötu í s. 562 8477 (opið milli kl. 13-16 alla virka daga).

Nemendur í framhaldsnámi í hljóðfæraleik og mið- eða framhaldsnámi í söng munu aftur á móti stunda nám við Menntaskóla í tónlist, MÍT. Nánari upplýsingar um námið þar má finna á vefsíðu skólans, www.menton.is og á skrifstofu MÍT í Skipholti 33 í s. 553 0625.

Sumarleyfi

Sumarleyfi er nú hafið í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Skrifstofan opnar aftur 8. ágúst. 

Gleðilegt sumar!

Páskafrí

Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí er föst. 7. apríl og fyrsti kennsludagur eftir páska er þri. 18. apríl.

Gleðilega páska!

 

 

 

Sjá eldri fréttir »