Páskafrí

Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí er föst. 7. apríl og fyrsti kennsludagur eftir páska er þri. 18. apríl.

Gleðilega páska!

 

 

Óperuppfærsla 17. – 20. apríl

Í „Hliðarsporum“ nýrri óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur hittum við aftur persónur sem margir þekkja úr „Brúðkaupi Figarós“. Söguþráðurinn er byggður á síðasta leikritinu í þríleik Beaumarchais, sem skrifaði fyrst „Rakarann frá Sevilla“, síðan „Brúðkaup Figarós“ og loks leikrit sem hann nefndi „Hin seka móðir“. Í óperunni eru tuttugu ár liðin frá brúðkaupi þeirra Figarós og Súsönnu og ýmislegt hefur gerst í millitíðinni. Bæði greifinn og greifynjan hafa misstigið sig og þurfa bæði þau og ávextir þessara hliðarspora að taka afleiðingunum af því. Skúrkurinn Krapp ætlar að notfæra sér aðstæðurnar, en Figaró og Súsanna reyna að leiða allt til lykta á farsælan hátt. Flytjendur eru nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík, 20 söngvarar og 9 manna hljómsveit. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson.

Sýningar verða í Iðnó 17., 18. og 20. apríl og hefjast þær allar kl. 20.00. 

Allir kennarar og nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík fá einn boðsmiða en hægt er að kaupa miða á midi.is

Burtfarar- og framhaldsprófstónleikar vor 2017

Birkir Örn Hafsteinsson, klarínetta
Framhaldspróf – þri. 4. apríl kl. 20:00 í Hannesarholti

Ingibjörg Ragnheiður Linnet, trompet
Framhaldspróf – lau. 22. apríl kl. 14:00 í Safnahúsinu

Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla
Framhaldspróf – sun. 30. apríl kl. 17:30 Í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Þórir Hermann Óskarsson, píanó
Framhaldspróf – mán. 1. maí kl. 17:00 í Safnahúsinu

Iðunn Kristínardóttir, klarínetta
Framhaldspróf – lau. 6. maí kl. 14:00 í Safnahúsinu

Fídel Atli Quintero Gasparsson, víóla
Framhaldspróf – sun. 7. maí kl. 14:00 í Hannesarholti

Símon Karl Sigurðarson, klarínetta
Burtfararpróf  – Mið. 10. maí kl. 20:00 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Lilja Margrét Riedel, söngur
Kveðjutónleikar – fös. 12. maí kl. 18:00 í Laugarneskirkju

Bryndís Eva Erlingsdóttir, söngur
Framhaldspróf – lau. 13. maí kl. 15:30 í Guðríðarkirkju

Hjörtur Páll Eggertsson, selló
Framhaldspróf – lau. 13. maí kl. 17:30 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 

Sjá eldri fréttir »