Mikilvægar dagsetningar í maí 2016

Mán. 9. maí kl. 20:00 – Vortónleikar strengjadeildar í Safnahúsinu við Hverfisgötu


Föst. 13. maí kl. 20:00 – Vortónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs

Á tónleikunum verður boðið upp á fjölbreytt úrval úr vetrarstarfinu og munu Málmblásarasveit TR og Flautukór TR koma fram auk fjölda einleiks- og kammeratriða. Tónleikarnir verða um klukkustund að lengd.


Hildur_Þóra_ÓlafsdóttirLau. 14. maí kl. 16:00 – Framhaldsprófstónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Hildur Þóra Ólafsdóttir, klarínetta

Ingunn Hildur Hauksdóttir, meðleikur

Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Lutoslawski og Poulenc.


Haukur_Gröndal_smallÞri. 17. maí kl. 20:00 – Framhaldsprófstónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Haukur Freyr Gröndal, klarínetta og bassethorn

Aðrir flytjendur: Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó og Sigurður I. Snorraon, klarínetta

Á efnisskránni verða verk eftir Jón Nordal, Poulenc, Mozart, Mendelssohn og búlgarskt þjóðlag.


Einar_Þór_Guðmundsson_minniMið. 18. maí kl. 20:00 – Framhaldsprófstónleikar í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Einar Þór Guðmundsson, söngur

Auk Einars kemur fram Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó.

Á efnisskráinni verða verk eftir Bach, Mendelssohn, Brahms, Quilter, Mozart, Börresen, Stenhammar, Rangström, Sigvalda Kaldalóns, Hjálmar H. Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.


Föst. 20. maí – Síðasti kennsludagur


Föst. 27. maí kl. 16:00 – Skólaslit í Háteigskirkju

Framhaldsprófstónleikar Benjamíns Gísla Einarssonar

Benjamín Gísli Einarsson_lowresFramhaldsprófstónleikar Benjamíns Gísla Einarssonar, píanónemanda verða í Hannesarholti, laugardaginn 23. apríl kl. 13:00. Á efnisskránni verða verk eftir J. S. Bach, L. van Beethoven, Ph. Glass, Jón Nordal, C. Debussy og S. Rachmaninoff. Auk Benjamíns kemur fram á tónleikunum Júnína Lín Jónsdóttir á fiðlu.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Framhaldsprófstónleikar Höllu Heimisdóttur

Halla_Heimisdóttir_lowresFramhaldsprófstónleikar Höllu Heimisdóttur, klarínettunemanda verða í Safnahúsinu, miðvikudaginn 20. apríl kl. 20:00. Á efnisskránni er Fantasiestucke op. 73 eftir R. Schumann, Klezmer-samspil, Sargam fyrir einleiksklarínettu eftir J. Mayer, tveir kaflar úr Átta verkum fyrir klarínettu, víólu og píanó eftir M. Bruch og Ballaða op. 8 eftir L. Weiner. Auk Höllu koma fram Hrönn Þráinsdóttir, píanó, Fídel Atli Q. Gasparsson, víóla, Þórir Hermann Óskarsson, píanó og samspilshópur nemenda úr Tónlistarskóla FÍH.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Sjá eldri fréttir »