Úrslit úr HTR einleikaraprufuspilinu

Petur_Ulfarsson_lowResÚrslit úr prufuspili til að koma fram sem einleikari með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík liggja nú fyrir og var það Pétur Úlfarsson fiðlunemandi sem bar sigur úr býtum. Hann mun leika Fiðlukonsert op 14 eftir Samuel Barber með hljómsveitinni á vorönn 2016.

Við óskum Pétri innilega til hamingju.

 

Tónleikar fram að jólum

SONY DSCTónleikarnir eru í sal skólans í Skipholti nema annað sé tekið fram

Mán. 16. nóv. kl. 19:30 Píanótónleikar – nemendur Svönu Víkingsdóttur

Lau. 21. nóv. kl. 14:00 Blásaratónleikar í Háteigskirkju

Mán. 23. nóv. kl. 17:30 Flaututónleikar – nemendur Áshildar Haraldsdóttur, Hallfríðar Ólafsdóttur og Magneu Árnadóttur

Mán. 23. nóv. kl. 19:30 Klarínettutónleikar – nemendur Freyju Gunnlaugsdóttur og Sigurðar I. Snorrasonar

Þri. 24. nóv. kl. 20:00 Píanótónleikar í Hannesarholti

Mán. 7. des. kl. 19:30 Fiðlutónleikar – nemendur Guðnýjar Guðmundsdóttur

Mið. 9. des. kl. 19:30 Fiðlutónleikar – nemendur Bryndísar Pálsdóttur

Fim. 10. des. kl. 19:30 Sellótónleikar – nemendur Sigurgeirs Agnarssonar

Mán. 14. des. kl. 18:00 Strengjatónleikar – nemendur Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Lilju Hjaltadóttur og Svans D. Vilbergssonar

Þri. 15. des. kl. 19:30 Strengjatónleikar – nemendur Auðar Hafsteinsdóttur, Hávarðar Tryggvasonar og Þórunnar Óskar Marinósdóttur

Mið. 16. des. kl. 17:00 Píanótónleikar – nemendur Peters Máté

Fim. 17. des. kl. 18:00 Söngtónleikar – nemendur Alinu Dubik, Hlínar Pétursdóttur, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Þórunnar Guðmundsdóttur

Föst. 18. des. kl. 20:00 Jólatónleikar í Dómkirkjunni

Tónleikar HTR lau. 14. nóv.

HTR-nov2015_lowResHljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Neskirkju, laugardaginn 14. nóvember kl. 17:00.

Á efnisskránni verða þrjár aríur eftir A. Catalani, A. Dvořák og G. Puccini, Poème op. 25 eftir Chausson, Andante festivo eftir J. Sibelius og Lítil svíta fyrir strengi eftir C. Nielsen.

Einleikari: Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla
Einsöngvari: Lilja Margrét Riedel, sópran

Stjórnandi: Sigurgeir Agnarsson

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Sjá eldri fréttir »